23.03.1942
Neðri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í B-deild Alþingistíðinda. (688)

21. mál, lendingarbætur á Stokkseyri

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Sjútvn. hefur haft til meðferðar frv. um lendingarbætur á Stokkseyri. Frv. er samið með hliðsjón af l. um lendingarbætur á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem sett voru fyrir alllöngu, og er frv. í aðalatriðunum sniðið eftir þeim 1. N. varð ásátt um að mæla með frv. að mestu leyti óbreyttu, en ber þó fram tvær smávægilegar breyt. Það er fyrst við 3. gr., þar sem talað er um að láta af hendi land til lendingarbótanna. Þar vill n. setja ákvæði um, að lendingarsjóður megi ekki selja það land. Hin brtt. er við 5. gr. og er um það, að kjörtímabil hafnarn. skuli vera það sama og hreppsn.

Ég hef svo ekki annað að segja f.h. n. en það, að hún leggur til, að frv. verði samþ. með þessum breyt.