10.04.1942
Efri deild: 30. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í C-deild Alþingistíðinda. (747)

57. mál, skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands

Frsm. (Magnús Jónsson):

Þessi brtt. er náttúrlega ekki stórvægileg og haggar ekki efni þess máls. sem liggur hér fyrir. En ég sá ekki ástæðu til þess að greiða atkv. með afbrigðum fyrir henni. úr því að hún kom ekki fyrr fram, sem hún oflaust hefði get. ð komið. Ég vil, fyrir n. hönd. halda fast við frv. óbreytt. Ég sé enga ástæðu til þess að breyta þessu. Það eru engar líkur fyrir. að svo skipti um þörf Þjóðarinnar á því að efla þetta félag, að Alþingi sjái nokkra ástæðu til að breyta þessu á þeim tíma sem hér um ræðir.

Eins og ég gat um við 2. umr., miða ég þetta ekki svo mjög við stundarhag félagsins, í þetta skiptið eða hitt, því að á þessum umbrotatímum er ákaflega erfitt að segja til um það, hvort hagur svona félags. sem veltir milljónum, sé góður eða ekki. Ég býst ekki við. að nokkur maður sé svo glöggur, að hann geti sagt um það, hvort það sé svo stætt eða ekki. Þar vel stætt í sjóðum, ég hef þær upplýsingar úr reikningum þess, og það er eins og við vitum. að hagur félagsins stóð í sérstaklega miklum blóma. En sannleikurinn er nú bara sá, eins og við höfum séð af skýrslu framkvæmdastjóra félagsins, að upphæðir geta beinlínis rótazt út og inn. Þegar halli á einstökum ferðum skipa getur orðið um 1/4 úr milljón og þar yfir, þá eru ýmsir sjóðir ekki lengi að fara, sem eru allverulegir í hugum okkar annars. Og það er a.m.k. áreiðanlegt. að ríkisstj. hefur þau tök á þessu félagi, að það er ekki vandi fyrir hana að ná sköttum af því, þó að óbeinlínis sé. Ríkisstjórninni er það í lófa lagið að ná af því raunverulegum sköttum, enda hefur hún líka gert það. t,að er núna upplýst, að Eimskipafélagið hefur tekið eitthvað um 32 kr. fyrir að flytja smálestina af vissum vörutegundum frá Ameríku. en raunverulega mun það kosta um 400 kr., og þetta er gert til þess að draga úr dýrtíðinni. En það er ekki hægt að neita því. að þetta er skattur, ef miðað er við venjulegan einkarekstur. Þetta sýnir, að Eimskipafélagið er í raun og veru ekkert annað en þjóðnýtt fyrirtæki. Frá því fyrsta hefur það verið rekið með það fyrir augum að verða alþjóð að gagni.

Þó að ég, fyrir mitt leyti, telji það ekki aðalatriðið, hvort hvert þing fjalli um þetta skattfrelsi, vil ég leggja til, að það verði enn framlengt um 2 ár. eins og verið hefur undanfarið.