07.04.1942
Neðri deild: 29. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 342 í B-deild Alþingistíðinda. (748)

47. mál, stýrimannaskólinn í Reykjavík

*Gísli Guðmundsson:

Ég geri ráð fyrir, að þetta frv. fari til n., sem ég á sæti í, og vildi ég mega í sambandi við frv. bera fram fyrirspurn til hæstv. stj., og þá helzt til hæstv. atvmrh. Ég sé, að hann er nú ekki hér viðstaddur, en ef til vill mætti fá það upplýst af öðrum hæstv. ráðh. Ég vildi spyrjast fyrir um, hvort hæstv. stj. hefði ekki í huga að leggja fyrir þingið frv. um byggingu sjómannaskóla. Á þingi í fyrra var samþ. í fjárl. heimild til að verja nokkurri fjárhæð, nokkuð hárri, til byggingar sjómannaskóla. Hins vegar var á því þingi ekkert samþ. um, hversu undirbúningi þeirrar byggingar skyldi hagað eða fyrirkomulagi hennar að öðru leyti. Nú hef ég heyrt um það í blöðum og viðar, að stj. hafi látið fram fara samkeppni um uppdrætti af væntanlegum sjómannaskóla og dæmt hafi verið um uppdrættina, sem fram hafa komið, en hins vegar hef ég ekki heyrt, hvernig stj. hugsar sér framhald þessa máls. Ég hef ekki orðið þess var, að málið hafi verið lagt fyrir sjútvn., sem mætti virðast eðlilegt, en ég vil leyfa mér að spyrjast fyrir um þetta, um leið og málinu er vísað til n., hvort hæstv. stj. hafi hugsað sér að bera fram á þessu þingi frv. um sjómannaskóla.