16.03.1942
Efri deild: 16. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (77)

3. mál, útsvör

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Ég hygg, að það hafi komið fram í þessum umr., af hverju gengur svo erfiðlega með þessar kröfur um þessi skipti. Það er af því, að bæjarstjórnirnar hafa stungið höfðinu niður í sandinn eins strúturinn og ekki hugsað um að fara eftir l., heldur lagt á útsvör, sem dómstólarnir hafa svo fellt niður. Þeir hafa ætlað sér að fá meira en þeir gátu fengið eftir skiptunum. L. mæla svo fyrir, að atvinnusveit skuli senda kröfur sínar til heimilissveitar, sem er skyldug að skipta útsvarinu eftir því, sem hún telur rétt. Ef atvinnusveitar það ekki, gefur hún skotið því til yfirskattan. og ríkisskattan., og ef krafan er rétt, er ríkisskattan. skyldug til að hækka þann hlutann, er atvinnusveit ber, ef útsvarsstiginn er hærri í atvinnusveitinni en heimilissveit. Þetta er því ekkert meiri fyrirhöfn nema síður sé, því að þá losnar þó atvinnusveit við að rukka inn þessi útsvör, en fær þau send í einu lagi frá heimilissveitinni. (BSt: Ætli það vilji ekki verða Hálfdanarheimtur á því?) Ekki hefur barið á því þar, sem vakandi sveitarstjórnir eru.

Þá vil ég benda á annað dæmi, sem allar sveitarstjórnir virðast ekki hafa áttað sig á enn þá, en það er það, að einstöku menn telja sig annars staðar til heimilis til þess að skjóta sér undan útsvörum. Reykjavík hefur tekið eftir þessum mönnum og fengið um það dóm. Siglufjörður hefur ekki gert það. Á Ísafirði er einu maður, sem í þrjú ár lét skrifa sig annars staðar, og hefur nú loks verið dæmdur af því heimili, þar sem hann taldi sig eiga heima. Á Siglufirði veit ég um eina fjóra menn, sem eru byrjaðir að leika þennan leik. Ég held því, að þessir till. eigi ekki að ná samþ., því að það mundi aðeins verða til hins verra. Ég held, að ekkert mæli með þeim annað en það, að hægara kann að vera að ná útsvari frá mönnum, sem hafa gerviheimili, sem ég vil kalla svo. Þess vegna legg ég til, að þær verði felldar.