05.05.1942
Efri deild: 49. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í C-deild Alþingistíðinda. (815)

123. mál, innheimta ýmis gjöld 1943 með viðauka

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Það þarf litla framsögu fyrir þessu máli. Fjhn. hefur tekið að sér að flytja frv. fyrir hæstv. fjmrh., en 1. samhljóða þessu frv. em samþ. á hverju þinginu eftir annað, aðeins breytt ártalinu. Nú er farið fram á að framlengja þessi l. til ársloka 1943. Í aths. við frv. stendur, að allar hinar sömu ástæður séu fyrir hendi sem áður. Ef til vill má draga það í efa, að svo sé og ríkissjóður þarfnist ekki þessa viðauka nú, þar sem hann hafi nægar aðrar tekjur, en n. flutti þó frv. eins og áður, því að eins og allt hækkar nú, þá er ekki nema eðlilegt, að viðauki á þessi gjöld, sem eru í frv., haldist einnig, en það er stimpilgjald o.fl. Það er sýnilegt, að þessi gjöld verða áfram í því formi, sem frv. segir, og því fyndist mér hyggilegra að breyta l. um aukatekjur ríkissjóðs frá árinu 1921 og hækka þessi gjöld til frambúðar heldur en að samþ. þetta upp slítur og aftur ár eftir ár. Ég tek þó fram, að hér tala ég frá eigin brjósti, en ekki fyrir hönd n.

N. er meðmælt málinu, enda þótt nm. áskilji sér óbundnar hendur um einstök atriði frv.