16.02.1942
Efri deild: 1. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (9)

Setning fundar í efri deild

Forsætisráðherra kvaddi elzta þingmann deildarinnar, Ingvar Pálmason, til þess að gangast fyrir kosningu forseta deildarinnar. Aldursforseti gekk þá til forsetastóls og kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Pál Hermannsson og Bjarna Snæbjörnsson.