17.04.1942
Efri deild: 35. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (901)

45. mál, sveitarstjórnarkosningar

Erlendur Þorsteinsson:

Ég tel ekki jafntorvelt og hv. 2. þm. S.-M. vill vera láta að framkvæma þau varamannaákvæði, er ég mæli með. Margir flokkar standa örsjaldan að sama lista, og eru tillögur mínar að sjálfsögðu miðaðar við núverandi flokkaskiptingu í landinu og til þess að bæta úr göllum kosningalaganna, sem fram hafa komið við sveitar- og bæjarstjórnarkosningar síðan 1930.