24.04.1942
Neðri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 371 í B-deild Alþingistíðinda. (918)

45. mál, sveitarstjórnarkosningar

*Gísli Guðmundsson:

Ég vildi vekja athygli á því, að mér sýnist, að í hv. Ed. hafi verið tekin inn í þetta frv. breyt., sem nokkru máli skiptir. Að vísu hefur mér ekki unnizt tími til þess að bera þetta nákvæmlega saman við l. En breyt., sem ég á við, er í því fólgin, að þegar kosnir hafa verið menn á lista, sem fleiri en einn flokkur stendur að, þá skuli svo að fara, þegar varamenn taka sæti í stað aðalmanns, að sá varamaður listans, sem er úr sama stjórnmálaflokki og aðalmaðurinn, sem forfallazt hefur af einhverjum orsökum, taki sæti í stað aðalmanns, en ekki sé farið eftir röð á listanum eingöngu. Það getur verið, að þetta hafi nokkuð til síns ágætis. En þó virðist þetta þess eðlis, að ekki væri óeðlilegt, að málinu væri frestað og það athugað í n., hvort þessa breyt. beri að samþ. Mér skilst, að það geti orkað nokkurs tvímælis, hvort ganga á áfram inn á þá braut að taka meira og meira tillit til flokkanna í kosningal., eins og stefnt er að með þessu. Þess vegna virðist mér vera a.m.k. ástæða til þess, að n. gæti haft tækifæri til þess að athuga þetta atriði.