02.05.1942
Efri deild: 45. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 373 í B-deild Alþingistíðinda. (937)

120. mál, gærumat

Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það hefur verið gerður samningur um sölu á gærum til Ameríku. Í þeim samningi er áskilið af kaupenda hálfu, að gærunum fylgi matsvottorð. En hingað til hafa gærur ekki verið metnar til útflutnings. Því er þetta frv. horið fram. Það er samið í samræmi við ullarmatslögin, og vildi ég mælast til þess við hv. deild, að hún afgr. málið án tafar.