10.04.1942
Efri deild: 30. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 388 í B-deild Alþingistíðinda. (969)

32. mál, sala Hvanneyrar í Siglufirði

Jóhann Jósefsson:

Við 2. umr. þessa máls bað ég um, að frestað yrði atkvgr. um brtt. mína að því er snertir Vestmannaeyjajarðir, í sambandi við þetta frv., og var það aðallega af því, að n. mælti einhuga á móti samþykkt hennar, aðallega á þeim grundvelli, að ekki væri vogandi að bera það mál upp samhliða því frv., sem hér um ræðir. Það kann að vera, að skiptar séu skoðanir um það. Hins vegar vil ég ekki stefna þessu máli í hættu vegna þessarar afstöðu n. Annars var minn tilgangur með þessari brtt. sá, að auðvelda mönnum í Vestmannaeyjum að fá aðgang að löndum til ræktunar. En af því að ég þykist eygja leið í því, þó að þessi till. sé ekki samþ., að koma þessu áhugamáli fram á annan veg hér á Alþ., þá tek ég þessa brtt. mína aftur.