04.09.1942
Sameinað þing: 15. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 122 í D-deild Alþingistíðinda. (1097)

79. mál, ríkisstjórn

Sveinbjörn Högnason:

Ég hafði alls ekki búizt við því, að hæstv. forsrh. treysti sér til þess að svara þeim rökum, sem ég hef fram borið, enda gerði hann það ekki. Það er ekki hægt að hugsa sér aumari frammistöðu heldur en hjá þessum hæstv. ráðh. Þegar talað er með rökum við hann, þá svarar hann því einu : Ég hef aldrei borið skarðan hlut frá borði. — Enda er það mála sannast, að það eru engin rök til hjá þessari hæstv. stj. Er hægt að mynda þingræðisstj. með 19 þm. að baki? Það verður kannske hægt með hinni nýju stjórnarskrá, þeirri, sem hæstv. forsrh. lofaði þjóðinni í sumar. Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta meira. Till. sjálf skýrir málið nægilega. Ræða hæstv. forsrh. skýrir einnig nægilega þá niðurlægingu, sem stjórnarfarið á Íslandi er nú komið í undir forustu þessara manna.