08.09.1942
Sameinað þing: 18. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í D-deild Alþingistíðinda. (1110)

79. mál, ríkisstjórn

Páll Zóphóníasson:

Enda þótt ég viti, að það muni ekki heppnast með samþykkt þessarar þáltill. að láta þá siðferðislömuðu og einræðissinnuðu ríkisstj., sem nú situr, öðlast skilning á því, að hún er ekki þingræðisstjórn, heldur bráðabirgðastjórn, sem ekki hefur leyfi þingsins til að framkvæma annað eða meira en dagleg skrifstofustörf, rétt eins og óbrotin skrifstofustúlka, þá segi ég samt já.