20.08.1942
Sameinað þing: 6. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í D-deild Alþingistíðinda. (1138)

33. mál, drykkjumannahæli

Flm. (Sigfús Sigurhjartarson) :

Herra forseti. Ég hef borið fram till. á þskj. 36 ásamt hv. þm. Seyðf., hv. þm. V.-Sk. og hv. 5. þm. Reykv. Þar er farið fram á, að Alþ. heimili ríkisstj. að verja á þessu og næsta ári úr ríkissjóði allt að 250 þús. kr. til þess að stofna drykkjumannahæli. Ég þykist vita, að allir hv. þm. muni vera svo sammála um þetta, að ekki þurfi annað en vísa til grg. fyrir till. Þó vil ég geta þess, að ég hef fengið umsagnir frá sakadómara, lögreglustjóra og landlækni, og eru þeir allir sammála um. það, að þetta sé hið mesta nauðsynjamál.

Legg ég svo til, að till. verði vísað til fjvn.