04.09.1942
Sameinað þing: 14. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í D-deild Alþingistíðinda. (1141)

33. mál, drykkjumannahæli

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég lít svo á, að þetta sé mjög þarft mál. En ég tel, að það sé ekki það vel undirbúið enn, að það sé rétt nú að ráðast í það. Og ég tel, að aukaþing eins og þetta þing, sem ekki hefur fjárl. til meðferðar, enda þótt það með þáltill. hafi samþ. ýmis útgjöld, eigi ekki að afgr. þetta mál. Ég vil þess vegna leyfa mér að leggja fram sérstaka rökst. dagskrá, sem hljóðar svo (með leyfi hæstv. forseta) :

„Þar sem mál þetta hefur eigi hlotið nægilegan undirbúning, en fjárlagaþing kemur hins vegar saman síðar á þessu ári, þykir Alþ. rétt að fresta afgreiðslu þess að sinni og tekur fyrir næsta mál á dagskrá: