19.08.1942
Efri deild: 10. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í B-deild Alþingistíðinda. (123)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Bjarni Benediktsson:

Ég hlustaði á útvarpsumr. um stjórnarskrárfrv. í gærkvöld og man ekki, hvort hv. 1. þm. S.-M., fulltrúi Framsfl. (EystJ); minntist nokkurn tíma á stjórnarskrána, nema vera skyldi það, að kjósa skyldi í haust. Mér finnst það væri miklu einfaldara fyrir þann hv. þm., sem síðast talaði, að fara til sinna flokksmanna og hvísla að þeim að halda þingsköp heldur en koma fram með alveg óþörfum rembingi við okkur nýliðana, sem vitum raunar um þingsköpin engu miður en hann, eða hann gæti minnzt á það furðulega nál., sem hv. þm. Str. hefur borið hér fram, og ekki höfum við sjálfstæðismenn farið í umr. út fyrir ramma þess. En hér er eins og vant er, að framsóknarmenn ætla sér æðri rétt en öðrum landsmönnum, og því er sem er, að útmá þarf sem víðast merkin eftir stjórnarferil þeirra, sem æ verður minnzt í þjóðarsögunni með skömmustu og hryggð.