19.08.1942
Efri deild: 10. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í B-deild Alþingistíðinda. (139)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Atvmrh. (Magnús Jónsson) :

Mér þykir vænt um að heyra það, að hv. þm. skuli vera það áhugamál að flýta máli þessu eins og unnt er, og það er vissulega æskilegt, að því verði lokið sem fyrst, en það hefur í sjálfu sér ekki svo mikið að segja, hvort því yrði lokið hér í d. í kvöld eða á morgun, og af því að enn þá er ekki fullséð um það, hvort nokkrar breyt. verði gerðar á því eða ekki, þá vildi ég biðja hæstv. forseta um að taka málið ekki á dagskrá aftur í kvöld, heldur láta það bíða til morguns.