21.08.1942
Neðri deild: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 94 í B-deild Alþingistíðinda. (173)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Finnur Jónsson:

Ég mun ekki ræða um málið almennt, heldur um brtt. hv. þm. Borgf. — Þegar gerðardómsl. voru sett, þá voru verkalýðsfélögin svipt rétti til þess að segja upp samningum. Nú er það viðurkennt, að gerðardómsl. hafi fallið. Það, sem menn keppa að nú, er að reyna að finna sameiginlegan, varanlegan samningsgrundvöll milli atvinnurekenda og vinnuþega og koma á vinnufriði í landinu. Ég hygg, ef brtt. hv. þm. Borgf. nær fram að ganga, að þá verði öllu þessu spillt og sama skaðlega ástandið haldi áfram í kaupgjaldsmálum þjóðarinnar. Þess vegna skora ég á alla hv. þm. hér í hv. d. að greiða atkv. gegn þessari brtt.