21.08.1942
Neðri deild: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 94 í B-deild Alþingistíðinda. (174)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég vil aðeins taka það fram, að ég tel ekki rétt að samþ. brtt. hv. þm. Borgf., því að hún er í ósamræmi við afnám þessara laga. Samningar höfðu verið brotnir, áður en gerðardómsl. gengu í gildi. Verkalýðsfélögin voru bundin samningum, sem ekki voru útrunnir fyrr en næsta haust, en þeir samningar voru virtir að vettugi og neitað að vinna fyrir kaup, sem ákveðið var í þeim. Þess vegna er ekkert unnið með því, að þeir samningar haldist áfram, heldur yrði það aðeins til þess, að erfiðara yrði að komast að samkomulagl. Ég mun því greiða atkv. gegn brtt. hv. þm. Borgf.