21.08.1942
Neðri deild: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 95 í B-deild Alþingistíðinda. (179)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Mér kom það ekki á óvart, þó að menn úr hópi framsóknarmanna reyndu að grípa tækifærið til þess að tefja fyrir málinu, og er það ekki nema góð staðfesting á þeirri yfirlýsingu, að þeir muni ekki tefja málið. Þetta ákvæði, sem hér er um rætt, kom fram í Ed. og var þar ekki mótmælt af framsóknarmönnum, en nú gerast þeir allháværir. Ég legg til, að málinu verði vísað til n. nú þegar.