04.08.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (19)

Kosning til efri deildar

Bjarni Ásgeirsson:

Ég vil spyrja hæstv. forseta, hvernig farið hefði, ef ekki hefði vantað aðeins 1 framsóknarmann, heldur 14. Hefði hann því ályktað, að flokkurinn ætti aðeins rétt á jafnmörgum þm. til Ed. og sósíalistar eða Alþýðuflokksmenn?

Þá vil ég spyrja hv. þm. Hafnf. spurningar. Hann segir, að ekki sé hægt að ná réttri þingmannatölu til Ed., þar sem út komi brotin tala. En álítur hann þá, að minna brotið eigi að ráða meira en stærra brotið?