07.08.1942
Neðri deild: 3. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í B-deild Alþingistíðinda. (224)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Eysteinn Jónsson:

Það er nú kunnara en svo, að það þurfi að rekja hér, að út af þessu máli hafa gerzt miklar greinir með mönnum, og svo mun verða væntanlega, ef áfram verður haldið. Svo er ráð fyrir gert af hálfu okkar framsóknarmanna að láta það dragast til 2, umr. málsins að gera ýtarlega grein fyrir málinu, eins og við teljum það nú horfa, með tilliti til viðhorfsins nú og mála yfirleitt.

Það er okkar tillaga, sem ég leyfi mér að flytja hér, að kosin verði 9 manna stjórnarskrárnefnd eins og á síðasta þingi, til þess að taka þetta mál sér staklega fyrir og gera sér grein fyrir, hvernig viðhorfið almennt er og líklega verður. Verði fallizt á þessa till. — og sú samþykkt verður að teljast heppileg —, vonum við að fá betra tækifæri í þessari n. til þess að gera grein fyrir afstöðu okkar, eins og hún er nú, heldur en við 1. umr.

Verði horfið að því að skipa ekki þessa n., sem ekki má teljast líklegt, því að hennar er ekki óskað til þess að tefja málið, heldur af því að það er eðlilegt, geri ég ráð fyrir, að við munum nota þann rétt, sem við höfum við 1. umr. málsins til þess að fara út í málið almennt. Ef við sleppum því að ræða málið við 1. umr., munum við gera það í trausti þess, að forseti tæki mjúkum höndum á því, að málið væri rætt almennara við 2. umr. en annars væri.

Till. okkar er því, að kosin verði 9 manna stjskrn., og teljum við það eðlilegt, að áður en málið er rætt hér í þinginu, fáum við tækifæri til þess að tala við hina flakkana í nefndinni.