07.08.1942
Neðri deild: 3. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í B-deild Alþingistíðinda. (226)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Einar Olgeirsson:

Ég vil lýsa yfir því fyrir hönd Sósfl., að við álítum, að ekki komi til mála að kjósa 9 manna n. í þetta mál, og teljum það ekki liggja fyrir til slíkra forhandlinga. Við álítum, að vilji Framsfl. hafa samræður við hina flokkana um mál yfirleitt, verði hann að koma þeim samræðum á með öðrum hætti.

Málið er ekki til þess fallið að ræða neitt meira um það, ¾ hlutar þjóðarinnar hafa tekið afstöðu með því, og þingið á að framkvæma þann vilja þjóðarinnar.