07.08.1942
Neðri deild: 3. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í B-deild Alþingistíðinda. (228)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Ég gerði það að till. minni, að málið færi ekki til n., og að baki því held ég hafi legið rökrétt hugsun. Mér fyndist raunar sjálfsagt að verða við óskinni um n., ef ekki væri hætta á, að hún yrði til að tefja málið, en af töf stafar mikil hætta. Önnur stjórnarskrárbreyt. á að ná samþykki síðar á þessu þingi, og formleg afgreiðsla þeirra frv. beggja hlýtur að taka allan tímann a. m. k. til næstu mánaðamóta og má ekki taka lengri tíma, ef kosningar í haust eiga að geta orðið fyrr en færð tekur að versna í sveitum og meiri von verður á illviðrum, en þeir flokkar, sem sækja atkv. sín í sveitir, hafa sameiginlegan áhuga á, að kosningar verði ekki seint. Ég vildi því mælast til, að Framsfl. legði ekkert ofurkapp á till. um nefndarkosningu. Ég býst hins vegar við, að auðleikið sé að ná saman, hvenær sem er, fulltrúum allra flokka í heild til að ræða viðhorfið í öllu lífi þjóðarinnar og þá viðburði, sem fram undan kunna að vera, og ég sé alls ekki, að stjskrn. sé hentugri vettvangur en hver annar til þess.