04.08.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (24)

Kosning til efri deildar

Páll Hermannsson:

Ég hygg ekki verði komizt fram hjá því, að Ed. eigi að skipa með hliðsjón af heildarstyrkleika flokkanna. Allt annað væri beint háskalegt. Flokkarnir eiga rétt til að eiga í Ed. þingmannatölu eftir styrkleika, og þeir verða líka að hafa skyldu til þess. Nú vil ég benda á, að mér þykir ákaflega einkennilegt, að Framsfl. átti á þingi á síðasta kjörtímabili 19 þm. af 49, en hafði þá rétt og ég ætla skyldu til að eiga í Ed. 1 af þessum þm. Nú virðist koma í ljós, að þegar flokkurinn hefur. einum þingmanni fleira, eða 20 af óbreyttri heildartölu þm., þá hefur hann ekki skyldu og ekki heldur réttindi til að hafa nema 6 þm.