21.08.1942
Efri deild: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (JJós) :

Hv. 2. þm. Eyf. hefur vel mælt, og það er víst, að þeir, sem með þessu máli eru, ala þá ósk í brjósti að þurfa ekki að sitja lengur en góðu hófi gegnir á þessu þingi. En það er ekki á valdi forseta þessarar deildar að ákveða það að svo stöddu, þótt hann feginn vildi, að málið skuli tekið fyrir á nýjum fundi, því að það eru fleiri sjónarmið, sem koma hér til greina, og útlit fyrir, að annað stórmál krefji athygli þm. jafnvel í dag, þótt ekki verði hægt að taka það fyrir á opnum fundi. (HermJ: Afgreiðsla stjórnarskrárinnar núna þyrfti ekki að taka nema 5 mínútur.) En þá eru kosningalögin o. fl. Annars má vel vera, að þessi mál leysist á svo stuttum tíma sem óskað er eftir.