20.08.1942
Neðri deild: 10. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í B-deild Alþingistíðinda. (308)

28. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

Stjskrn. hefur athugað frv. þetta og borið það saman við kosningal. Eins og tekið er fram í nál., eru þær einar breyt. gerðar á gildandi kosningal. með frv. þessu, er leiðir af stjskrbreyt. þeirri, er samþ. var á síðasta Alþ. og mun væntanlega fá fullnaðarsamþykkt á þessu þingi. Þessi breyt. á kosningal. er aðallega í því fólgin, að í stað óhlutbundinna kosninga í tvímenningskjördæmunum koma nú hlutbundnar kosningar.

Til frekari glöggvunar fyrir hv. þm. vil ég fara lauslega í gegnum frv. og benda á þær gr., þar sem kosningal. er breytt.

Þá er það fyrst 5. gr., að Siglufjarðarkaupstaður sé gerður að sérstöku kjördæmi. 9. gr., er stafar af því, að Siglufjörður er gerður að sérstöku kjördæmi. 14. gr. er aðeins breyt. til samræmis. 26. gr., sem er ein afleiðing þess, að hlutfallskosningar eiga að fara fram í tvímenningskjördæmum. 27. gr. er einnig umorðuð, og vil ég benda hv. þm. á, að þar er ein prentvilla. Í upphafi gr. stendur hlutbundnum, á að vera óhlutbundnum.

N. hefur komið sér saman um það að flytja allar brtt. við 3. umr., sem verða ekki margar, ákvæði til bráðabirgða um skiptingu kjördeilda, þó að búið sé að ganga frá kjörskrá. N. hefur komið sér saman um, að meðmælendur með framboði þingmanns megi ekki vera færri en 18 og ekki fleiri en 36, og mun n. gera till. um það.

Breyt. 29., 30., 32., 33., 41. og 42. gr. eru allt umorðanir á gildandi lagaákvæðum, sem leiðir af þeirri breyt. á kosningafyrirkomulaginu að taka upp hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum. Breyt. á 45. gr. er af praktískum ástæðum, þar sem talað er um 10 blaða hefti í stað 25. Svo eru breyt. á 50., 52., 53., 67., 68., 69., 87., 88., 89., 90., 106., 108., 109. og 110. gr., sem eru allt umorðanir, en engin efnisbreyt. að öðru leyti en því, sem leiðir af því, að hlutfallskosningar eiga að fara fram í tvímenningskjördæmum. Sams konar umorðanir aðeins eru og breyt. á 11., 112., 114., 115., 116., 117., 118., 122., 126., 128., 135., 143. og 144. gr., og ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um það, vegna þess að breyt. á þessum gr. eru engar efnisbreyt. nema að þessu leyti, sem leiðir beinlínis af því, að gert er ráð fyrir hlutfallskosningum í tvímenningskjördæmum í stað óhlutbundinna áður: Prófarkalesarar Alþ. hafa að öðru leyti lesið yfir frv. og borið það saman við gildandi l. Og það hefur komið í ljós, að ýmsar prentvillur eru í frv., og á 2 eða 3 stöðum hefur af þeim ástæðum raskazt efni greinanna, t. d. 54. og 43. gr., sömuleiðis í 19., 62., 66. og 127. gr. En það var hvorki meining ráðuneytisins, þegar þetta frv. var samið, né n., að þessum gr. væri að neinu leyti breytt efnislega frá gildandi 1., þannig að þar sem ósamræmi milli þessa frv. og gildandi l. umfram það, sem ég hef tekið fram, að ætti að breyta vegna hlutfallskosninganna í tvímenningskjördæmunum, þá er það texti gildandi l., sem ætlazt er til, að áfram gildi. Það hefur hins vegar ekki verið hægt að prenta þetta upp enn sem komið er. Þetta er prentað í skjalapartinum alveg leiðrétt. Það mun ekki vera til pappír nú, til þess að hægt sé að prenta svo mikið af frv., að hægt sé að útbýta því hér í d. nú. En það verður gert við 3. umr. og þá um leið till. þeim um breyt. á því, sem n. gerir. Hv. þm. athugi það við yfirlestur þessa frv., ef það kann að vera eitthvað athugavert við greinarnar, sem þeir vildu láta leiðrétta. Þeir þurfa þá að bera frv. saman við gildandi lagatexta til þess að láta frv. ekki villa sér sýn að þessu leyti.