26.08.1942
Neðri deild: 15. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í B-deild Alþingistíðinda. (338)

28. mál, kosningar til Alþingis

Jón Pálmason:

Hv. þm. V.-Sk. minntist á brtt. mína á þskj. 111 og hélt því fram, að það gæti orkað því, að farið yrði að hafa almennar kosningar fyrir kjördag, ef hún yrði samþ. En í 64. gr. l. er gert ráð fyrir, að þeir einir hafi rétt til að greiða atkv. utan kjörstaðar, sem búast við að verða fjarstaddir á kjördag, og ætti það að vera næg trygging í þessu efni.

Viðvíkjandi þeirri skrifl. brtt., sem ég hef borið fram, er það að segja, að í mörgum kauptúnum og kaupstöðum er svo ástatt, að þeim fylgja nokkrir bæir, sem þannig eru settir, að nauðsynlegt getur verið að hafa þar tvo kjördaga eins og í sveitum, ef illviðri hamlar kosningu.