26.08.1942
Neðri deild: 15. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 238 í B-deild Alþingistíðinda. (340)

28. mál, kosningar til Alþingis

Áki Jakobsson:

Ég vil aðeins benda á það, að samkv. minni till. er ætlazt til, að meðmælendur í tvímenningskjördæmum geti verið frá 12 til 24 að tölu, en samkv. núgildandi l. geta þeir verið 12 til 48. Ég hef raunar ekkert á móti því, við meðmælendur geti verið 48 flestir, en ég vil, að lágmarkið 12 haldist einnig í tvímenningskjördæmum. Það er lágmarkið, sem máli skiptir í minni till., en ekki hámarkið.