04.08.1942
Neðri deild: 1. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (35)

Setning fundar í neðri deild

Þessir þingmenn sátu í neðri deild :

1. Áki Jakobsson, 4. landsk. þm.

2. Ásgeir Ásgeirsson, þm. V.-Ísf.

3. Bjarni Ásgeirsson, þm. Mýr.

4. Bjarni Bjarnason, þm. Snæf.

5. Björn F. Björnsson, 2. þm. Rang.

6. Einar Olgeirsson, 2. þm. Reykv.

7. Emil Jónsson, þm. Hafnf.

8. Eysteinn Jónsson, 1. þm. S.-M.

9. Finnur Jónsson, þm. Ísaf.

10. Garðar Þorsteinsson, 6. landsk. þm.

11. Gísli Guðmundsson, þm. N.-Þ.

12. Gísli Sveinsson, 8. landsk. þm.

13. Gunnar Thoroddsen, 11. landsk. þm.

14. Helgi Jónasson, 1. þm. Rang.

15. Ingólfur Jónsson, 5. landsk. þm.

16. Ísleifur Högnason, 2. landsk. þm.

17. Jakob Möller, 3. þm. Reykv.

18. Jón Pálmason, þm. A.-Húnv.

19. Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Árn.

20. Ólafur Thors, þm. G.-K.

21. Páll Hallgrímsson, 2. þm. Árn.

22. Páll Zóphóníasson, 1. þm. N.-M.

23. Páll Þorsteinsson, þm. A.-Sk.

24. Pálmi Hannesson, 2. þm. Skagf.

25. Pétur Ottesen, þm. Borgf.

26. Sigfús Sigurhjartarson, 1. landsk. þm.

27. Sigurður Bjarnason, þm. N.-Ísf.

28. Sigurður E. Hlíðar, þm. Ak.

29. Sigurður Kristjánsson, 3. landsk. þm.

30. Sigurður Þórðarson, 1. þm. Skagf.

31. Skúli Guðmundsson, þm. V.-Húnv.

32. Stefán Jóh. Stefánsson, 4. þm. Reykv.

33. Sveinbjörn Högnason, þm. V.-Sk.

Voru framangreindir þm. allir á fundi, nema Bjarni Bjarnason, sem var ókominn til þings.

Aldursforseti deildarinnar, Jakob Möller fjármálaráðherra, setti fundinn og kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Pálma Hannesson, 2. þm. Skagf., og Sigurð Kristjánsson, 3. landsk. þm.