02.09.1942
Efri deild: 21. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (369)

28. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Bjarni Benediktsson) :

Meiri hl. allshn. hefur borið fram till., sem er framhald af till. þm. Eyf. við 2. umr. og við töldum ganga of langt, en við höfum nú að nokkru leyti fallizt á rök þeirra og væntum samkomulags í hv. d. Efni till. skýrir sig sjálft. Munurinn kemur fram í því, að varamanni eru ekki talin fleiri atkv. til uppbótarsætis en helmingur þess, sem listi haus fékk, þar sem áður voru allar líkur til, að hann fengi þrjá fjórðu.

Út af ræðu hæstv. atvmrh. skal ég geta þess, að ég legg ekkert kapp á, hvort fyrirkomulagið verður haft. Ef það þykir varhugavert að láta kjósa, eftir að talning atkv. hefur farið fram í öðrum kjördæmum, vil ég beina því til hv. þdm., hvort ekki sé ástæða til að hefja hvergi talningu fyrr en að kosningum loknum um allt land. Það væri ekki óeðlilegt að mæla svo fyrir, eða er ekki meiningin, að þessir tveir kjördagar yrðu vikudagar hvor á eftir öðrum?