07.09.1942
Neðri deild: 23. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

80. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. minni hl. (Jörundur Brynjólfsson) :

Ég vil aðeins benda á það út af orðum hæstv. forsrh., að þegar þetta mál verður tekið upp og gengið frá því, öðlast það ekki gildi sem stjórnskipunarl. fyrr en þjóðaratkvæðagreiðsla hefur gengið um það, svo að ekki munar miklu, hvað þetta gengur fljótara en ef verið hefði á annan veg.