24.08.1942
Neðri deild: 13. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (496)

51. mál, nýjar síldarverksmiðjur

Bjarni Bjarnason:

Það er óþarfi af hv. þm. Ísaf. að beita sér svo eindregið á móti minni brtt., en hitt skil ég, að hann kæri sig ekki um miklar breyt. umfram það, sem sjútvn. hefur komið sér saman um. En þar sem fyrir liggur staðfesting frá honum um, að hann sé í raun og veru sammála rökum hv. 1. þm. Árn. við 2. umr. og mínum um, að á Húsavík séu einhver beztu skilyrði og ódýrara að reka 10000 mála verksmiðju en 5000 mála, og enn fremur muni bráðlega verða hentugt að stækka þá verksmiðju, tel ég réttara að samþ. brtt. nú, þó að eins og stendur þurfi fyrst eitthvað að bæta aðstöðu þarna. Ég vænti því, að hv. d. sjái sér fært að samþ. mína miðlunartill.