28.08.1942
Efri deild: 17. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í B-deild Alþingistíðinda. (510)

51. mál, nýjar síldarverksmiðjur

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. — Ég vil fyrst minnast á þær brtt., sem hér liggja fyrir. Þær voru ekki komnar fram, þegar sjútvn. hafði fund um þetta mál, en ég hef átt kost á því að ræða þetta mál við sjútvn. utan fundar, og hún hefur ekki tjáð sig fylgjandi þessum brtt. á þessu stigi málsins, og með tilvísun til nál., að allar breyt. mundu torvelda framgang þess, vil ég lýsa yfir því fyrir hönd n., að svo framarlega sem gerðar verða breyt. á frv., þá hefur sjútvn. óbundnar hendur til þess að setja inn þær breyt., sem hún telur raunverulega betri. Ég vildi skýra frá þessu, áður en hv. dm. greiða atkv. um frv. Ég vil benda hv. flm. brtt. á það, að væntanlega kemur þing saman aftur á þessu ári, og þá er vitanlega hægt að fá tekin upp l. um síldarverksmiðjur á þessum stað eða öðrum.