31.08.1942
Efri deild: 18. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 381 í B-deild Alþingistíðinda. (533)

56. mál, sala Ólafsvíkur og Ytra-Bugs

Frsm. (Hermann Jónasson):

N. er sammála um það að afgreiða þetta mál á þann hátt að veita þessa söluheimild. Þetta mál var hér fyrir hæstv. Alþ. í fyrra, og var þá mælt með því af hv. allshn., að þessi sala færi fram, og nú er hún fyrir hendi. Þessar jarðir, sem hér á að selja, eru Ólafsvík og Ytri-Bugur. Ólafsvík er fyrst að fremst ætluð sem lóð undir þorpið Ólafsvík. Hin jörðin er fyrst og fremst ætluð sem beitiland fyrir skepnur þorpsbúa og jafnframt sem slægjuland. Ég álít, að hæstv. Alþ. geti með góðu móti fallizt á að verða við því að selja þessu þorpi (Ólafsvík) þær jarðir, sem hér um ræðir, enda er það í samræmi við þá stefnu, sem Alþ. hefur áður tekið í þessum málum, að þorpin eigi sjálf jarðirnar, sem þau standa á. Að mörgu leyti hefur mér virzt, af þeirri reynslu, sem ég hef fengið í þessum málum, að það sé nauðsynlegt, að slík sala geti gengið fram.

Það eru eindregin tilmæli allshn., að þessi sala geti farið fram. Ég vil svo óska eftir, að þessu máli verði vísað til 3. umr.