03.09.1942
Neðri deild: 20. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 427 í B-deild Alþingistíðinda. (630)

24. mál, raforkusjóður

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Ég vænti, að hv. þm. hafi veitt því athygli, að hv. þm. V.-Sk. (SvbH) jafnaði til sín, þegar hann þurfti að finna sterk dæmi um, hve lítið væri að marka yfirlýsingar manna. Annars þarf ekki mikið að þrátta um þetta. Sá maður innan. Framsfl., sem menn munu telja ekki hvað sízt markverðan hér í d., hv. 1. þm. S.-M., hefur látið í ljós, að hann teldi nóg að fá yfirlýsingu frá stj., og þar með tel ég nokkuð sterkan úrskurð fallinn um það frá Framsfl. Annars verð ég að segja það, að ég tel þann söfnuð vel settan, sem hefur þann prest, sem alltaf er jafnfús að spretta á fætur og boða söfnuði sínum kristni eins og þessi hv. þm. er fús að spretta á fætur, ef hann getur mælt einhver orð öðrum til óþurftar.