04.09.1942
Efri deild: 23. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 428 í B-deild Alþingistíðinda. (637)

24. mál, raforkusjóður

Atvmrh. (Magnús Jónsson) :

Breyt. sú, er gerð var í hv. Nd. á þessu frv., er við 4. gr. Þar var áður ákveðið, að ráðh. setti með reglugerð fyrirmæli um starfsemi sjóðsins, en breyt. er í þá átt, að ekki má veita fé úr honum, fyrr en Alþ. hefur sett nánari ákvæði um fjárveitingarnar. Ég er alveg sammála þessari breyt. og hef áður getið þess hér. Frv. í núverandi mynd þess er því aðeins um stofnun þessa sjóðs, þar eð tekin hafa verið úr því öll ákvæði um, hvernig fénu skuli varið. Tel ég það til bóta. Síðar má svo setja ýtarlega reglugerð fyrir sjóðinn.

Ég hefði nú litið svo á, enda þótt þessi breyt. hefði ekki verið gerð, að 4. gr. heimilaði aðeins vörzlu á fénu, en ekki mætti veita úr sjóðnum fyrr en Alþ. hefði ákveðið nánara um það. Ég vil því mæla með frv. eins og það er.