24.08.1942
Efri deild: 13. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í C-deild Alþingistíðinda. (681)

65. mál, notkun byggingarefnis

Haraldur Guðmundsson:

Ég er sammála hv. flm. frv. um það, að það sé fullkomin þörf á aðgerðum í þessu efni, bæði með tilliti til liðins tíma og þó sérstaklega, þegar litið er til hinna versnandi flutningamöguleika til landsins.

Ég vil benda þeirri n., sem fær frv. til athugunar, að ég tel æskilegt, að um leið og þingið afgreiðir svona l., þá væri í þeim nokkur vísbending höfð um það, hver notkun byggingarefnis þætti mest aðkallandi og hvaða nauðsynja ætti fyrst og fremst að taka tillit til. Í svona tilfelli er ekki hægt að setja nánari reglur í l., þær held ég, að verði að setja síðar í samráði við bæjar- og sveitarstjórnir. En vísbendingu vildi ég hafa í l. um þetta.