18.08.1942
Efri deild: 9. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (77)

30. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Bjarni Benediktsson) :

Að fenginni þessari umsögn hv. þm. Seyðf. (HG), sem er forstjóri tryggingarstofnunarinnar, vil ég ekki leggja kapp á það, að þessu verði breytt. Ég heyri, að hann telur óráðlegt að breyta þessu, og þó að hann sé meginstefnunni hlynntur, þá telur hann ekki rétt að breyta þessu nema með frekari undirbúningi. Ég get fallizt á, að nauðsynlegt kunni að vera að semja við lækna, og beygi mig að vissu leyti fyrir þeim rökum. Sérstaklega vil ég stuðla að samkomulagi og vil ekki fylgja málinu fram af ofurkappi og get því fallið frá að bera fram brtt. á þessu stigi og fá málinu frestað.