18.08.1942
Efri deild: 9. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í D-deild Alþingistíðinda. (777)

49. mál, bændaskóli Suðurlands

Hermann Jónasson:

Hv. flm. þessarar till. segir, að till. sé meinlaus, og má segja, að hún sé meinlaus og gagnslaus, eins og var komið fram á varirnar á hv. þm. Það er alls ekki rétt, að það sé látið viðgangast hér á þingi, að viðhöfð séu þau vinnubrögð af mönnum, sem eiga að standa að stj. og eiga þar að geta fengið mál framkvæmd, að kasta till. inn í þingið og skora á stj. að gera þetta og þetta og setja upp hrókaræður um, að þetta og hitt skuli stj. gera, sem búið er að setja l. um. Svona vinnubrögð koma til með að gera þingið óstarfhæft.