18.08.1942
Efri deild: 9. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í D-deild Alþingistíðinda. (783)

49. mál, bændaskóli Suðurlands

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Viðvíkjandi þeim áburði hv. þm. Str., að ég hafi orðið mér til skammar í Barðastrandarsýslu, vil ég benda á að hv. þm. var ekki þar á fundum og hlýtur því að hafa söguna frá öðrum. Þá vil ég geta þess, að maðurinn, sem sendur var í sýsluna af hálfu Framsfl., varð opinberlega sannur að því að fara með slúður og lygar, samkvæmt vottorði frá framsóknarmönnum sjálfum. (Forseti hringir. HermJ: Grunaði mig ekki, að hv. þm. mundi verða sér til skammar! )

Svo vil ég að lokum spyrja: Hverjir eru það, sem krafizt hafa útvarpsumr. um stjórnarskrármálið? Eru það ekki framsóknarmenn, sem krefjast þeirra, ekki til þess að geta haft áhrif á gang málsins, heldur til þess að geta sagt þjóðinni ýmislegt, sem ekki er satt? Og svo kemur hv. þm. Str. hér fram og brigzlar öðrum um, að þeir tefji þingstörfin með málskrafi.