27.08.1942
Efri deild: 16. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í B-deild Alþingistíðinda. (802)

Þingfylgi ríkisstjórnarinnar

Brynjólfur Bjarnason:

Ég vil í tilefni af afgreiðslu þessa máls lýsa yfir eftirfarandi f. h. Sósíalistaflokksins:

Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalistaflokkurinn lýsti yfir því í vor, er vantrauststill. var borin fram á núv. ríkisstj.; að hann væri í stjórnarandstöðu, en mundi þó ekki greiða atkv. með vantrauststill., sem borin væri fram í því skyni að bregða fæti fyrir kjördæmamálið og koma á afturhaldssamari ríkisstjórn.

Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalistafl. er nú sem fyrr í andstöðu við núv. ríkisstj., og er yfirlýsing hans frá í vor enn í fullu gildi að öðru en því, að þar sem stjórnarskrárbreyt. sú, er um kjördæmamálið fjallar, er nú samþ., er sú ástæða til að afstýra vantrausti ekki lengur fyrir hendi.