27.08.1942
Efri deild: 16. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í B-deild Alþingistíðinda. (804)

Þingfylgi ríkisstjórnarinnar

Jónas Jónsson:

Það virðist ekki mikill vandi að vera spámaður, því að það liðu ekki nema fáar mínútur frá því ég sagði ríkisstj., hvers hún ætti von frá stuðningsmönnum sínum, þangað til það var orðið að veruleika. Melodrama Alþfl. frá í vor er á enda. Framferði hans í sambandi við gerðardóminn, upplausnina og margfaldar kosningar hefur vakið undrun, þegar menn sjá, að landið er orðið stjórnlaust fyrir tilverknað þeirra manna, sem rufu þjóðstj. Það er ástæða til, að þessir menn fái harða dóma nú og síðar fyrir framkomu sína.