28.08.1942
Sameinað þing: 9. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 440 í B-deild Alþingistíðinda. (820)

Þingfylgi ríkisstjórnarinnar

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Ég vildi þá mega spyrja hv. form. Framsfl., hvað yfirlýsing hans á að þýða. Á þingræðislegan hátt er hægt, hvenær sem er, að mynda aðra stj., ef hún hefur fylgi meiri hl. þings. Þetta er svo gamall og reyndur þm. og fróður í sögu lands okkar og þjóðar, að hann hlýtur að vita þetta.