28.08.1942
Sameinað þing: 9. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 440 í B-deild Alþingistíðinda. (821)

Þingfylgi ríkisstjórnarinnar

Jónas Jónsson:

Þar sem hæstv. forsrh. er í vafa um, hvað sú yfirlýsing hafi átt að þýða, sem ég gaf hér f. h. Framsfl., skal ég taka fram, að Framsfl. var farinn að fá óorð af því síðan í gær, að hann væri stuðningsflokkur stj. fyrir tilverknað þeirra flokka, sem nú eru komnir í andstöðu við stj., en virðast nú vilja koma þeirri trú á, að við séum komnir í staðinn. Þess vegna tekur Framsfl. fram, að hann er nú sem fyrr í andstöðu við stj., og sú yfirlýsing er ekki sízt fram komin vegna þeirrar arfleifðar, sem hinir flokkarnir hafa viljað koma á okkur.