08.09.1942
Sameinað þing: 17. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 441 í B-deild Alþingistíðinda. (823)

Hrafnkatla

Bjarni Bjarnason:

Mig langar til að spyrjast fyrir um það hjá hæstv. forseta, hvort hann hafi veitt athygli bók, sem nýlega hefur komið út og nefnist Hrafnkatla, ef hann hefur tekið eftir þessari bók, hvort hann hafi ekki veitt því athygli, að í formálanum eru viðhöfð ummæli, sem ég fyrir mitt leyti tel vansæmandi fyrir Alþ., og hvort hann líti ekki eins á það og hvað hann hafi gert í því efni.

Enn fremur vil ég spyrja þann hæstv. ráðh., sem fer með dómsmál, hvort það sé ekki rétt hjá mér, að þessi bók fari í bága við l. nr. 127 frá 1941 um viðauka við l. nr. 13 frá 1905 um rithöfundarétt og prentrétt. Og ef þessi skilningur minn er réttur, hvort þessi hæstv. ráðh. hafi tekið þetta til athugunar eða hvort hann ætlar sér að gera það.