08.09.1942
Sameinað þing: 18. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í B-deild Alþingistíðinda. (830)

Menntamálaráð

Forseti (GSv) :

Ég skal svara þessu þannig, að þetta hefur að vísu verið athugað, en ég hef ekki séð mér annað fært en að láta þessar kosningar fara fram, því að lög mæla svo fyrir, að bæði þær og fleiri kosningar skuli fara fram í sameinuðu Alþ. eftir kosningar hverjar. En þar sem aðrar kosningar eiga nú að fara fram innan skamms tíma, þá mundi ég ekki telja það brot, þótt þm. vildu eiga atkv. um, hvort kosningum þessum skyldi frestað, því að annað eins hefur skeð með samþykktum eins og skákað væri frá slíkum ákvæðum. Ég vil því, af því að ég skil tilmæli hv. þm. svo, að hann óski eftir, að þingið skeri hér úr, verða við þeim tilmælum, en vil þó fyrst heyra, hvort einhver hv. þm. andmælir þessu.