08.09.1942
Sameinað þing: 18. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í B-deild Alþingistíðinda. (835)

Menntamálaráð

Forseti (GSv):

Þegar úr tveimur flokkum og jafnvel úr flokki þess hv. þm., sem bar þessa till. fram, koma fram mótmæli gegn þessari till., þá býst ég við, að ekki verði þægilegt fyrir forseta og Alþ., kannske með örlitlum meiri hl., að taka þessa ákvörðun. Þó að ég fallist alveg á ástæðurnar, þá verð ég að gefa einnig gaum þeim andmælum, sem fram koma. Og þar sem sýnt er, að ekki verður samkomulag um að fresta þessum kosningum, sé ég mér ekki fært að bera það undir atkv. þingsins, og verður kosningin þá látin fara fram.

Fram komu fjórir listar, A, B, C og D. Á A-lista var Barði Guðmundsson, á B-lista voru Jónas Jónsson og Pálmi Hannesson, á C-lista Sigurður Nordal og á D-lista Guðmundur Finnbogason og Árni Pálsson. — A-listi fékk 8 atkv., B-listi 16 atkv., C-listi 7 atkv. og D-listi 16 atkv. Einn seðill auður. Samkvæmt því hlutu kosningu:

Jónas Jónsson,

Guðmundur Finnbogason,

Barði Guðmundsson,

Pálmi Hannesson,

Árni Pálsson.