11.08.1942
Sameinað þing: 4. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í D-deild Alþingistíðinda. (888)

6. mál, erlendar fóðurvörur

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Bréf það, sem hv. þm. Borgf. gat um, hefur borizt ríkisstj. og er til athugunar. Eins og hæstv. atvmrh. gat um í umr. um annað svipað mál, hafði þétta verið til athugunar í ráðuneyti hans, áður en bréfið barst frá búnaðarfélaginu. Málinu er ekki nógu langt komið til þess, að niðurstöður liggi fyrir. Ég vona, að takast megi að verða við öllum óskum, sem felast í þáltill., en vil hins vegar ekki leyna því, að horfur fara versnandi um aðdrætti til landsins. Samkv. upplýsingum, sem nýlega hafa borizt frá sendiherra Íslands í Washington, eru litlar líkur á, að Íslendingar fái í framtíðinni leigð fleiri skip en þau þrjú, sem við höfum á tímaleigu, en eins og hv. alþm. er kunnugt, höfum við að undanförnu leigt fleiri skip en þessi. Nú liggur fyrir í atvmrn. að gera heildaráætlun um það, hvað nauðsynlegt sé. Búast má við, að fóðurbætir verði þar framarlega, en hvort hægt verður að fá allt, sem pantað er, kemur þá í ljós.