11.08.1942
Sameinað þing: 4. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í D-deild Alþingistíðinda. (889)

6. mál, erlendar fóðurvörur

Flm. (Páll Zóphóníasson) :

Ég vil aðeins geta þess, að í bréfi Búnaðarfélags Íslands er aðeins gerð áætlun um, hve mikið muni þurfa handa nautpeningi. En innflutningsþörfin er miklu meiri en í bréfinu segir, og er þegar búið að kaupa erlendis um 8000 tonn, sem liggja þar. Auk þess má búast við því, að nú verði notuð 9000–11000 tonn af síldarmjöli og vetur verði harður.