27.08.1942
Sameinað þing: 8. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í D-deild Alþingistíðinda. (901)

66. mál, launabætur embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Bjarni Bjarnason:

Ég hef flutt hér brtt. á þskj. 123, sem er um það, að í staðinn fyrir, að í 1. málsgr. tillgr. stendur „starfsmönnum ríkisins og ríkisstofnana“ komi: starfsmönnum ríkisins, ríkisstofnana og sjálfseignarstofnana. — Og með þessu orði „sjálfseignarstofnana“ meina ég héraðsskólana og húsmæðraskólana, þannig að starfsmenn þessara tveggja skólaflokka komi einnig til greina í sambandi við þetta mál. Ég vil geta þess, að til er fordæmi um þetta efni. Þegar hér var til umr. verðlagsuppbót fyrir starfsmenn ríkisins og ríkisstofnana, þá flutti ég brtt. um það, að starfsmenn sjálfseignarstofnana kæmu þar einnig til greina. Sú till. var samþ. og l. framkvæmd á þeim grundvelli. Ég gæti nefnt fleiri fordæmi um þetta efni, en hirði ekki um það nú.

Vænti ég þess, að hv. þdm. fallist á, að þessi brtt. sé réttmæt.